INTER - Samtök aðila er veita Internetþjónustu - Stofnuð 12. júlí 1996


Staða kvartana hjá Samkeppniseftirliti


Afgreitt:
Misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samtvinnun Internetþjónustu og símaþjónustu
Innsent: 22. apríl 2005
Máli lokið með sátt milli Samkeppniseftirlitsins og Skipta 26. mars 2013. Síminn og Skipti fallast á að greiða 300 milljóna kr. stjórnvaldssekt en viðurkenna ekki meint brot.
Aldur máls: 2896 dagar.
Krafa um bráðabirgðaúrskurð: Hafnað 24. maí 2005.
Staða máls 18. mars 2010: Unnið er skv. tímaáætlun og [vonast SE] til að hún nái fram að ganga. (skv. tíma áætlun á meðferð að vera lokið 14. maí 2010, sex mánuðum eftir fund um málsmeðferðina í des. 2009.)
Staða máls 24. mars 2009: Verið er að vinna að ákvörðun í málinu og er ekki hægt að segja til um það nákvæmlega á þessu stigi hvenær hún mun liggja fyrir. Samkeppniseftirlitið mun leggja áherslu á að hraða afgreiðslu málsins eins og kostur er.
Staða máls 23. janúar 2007: Það er verið að vinna í erindum Inter og verða þau afgreidd þegar þau eru tilbúin. Er vonast til þess að afgreiðsla eigi sér stað innan skamms.
Staða máls 31. júlí 2006: Sökum mikils málafjölda í meðferð hjá Samkeppniseftirlitinu hafa orðið tafir á afgreiðslu á þessum erindum. Vonast er til að erindið verði tekið til afgreiðslu innan fjögurra mánaða.
Staða máls 19. desember 2006: Sökum mikils málafjölda hjá eftirlitinu hefur ekki tekist að afgreiða erindið (Samkeppniseftirlit svaraði ekki um hvenær niðurstöðu er að vænta).
Staða máls 31. maí 2005: Málsmeðferð er hafin. - Þar sem málsmeðferð er ekki lokið er erfitt að meta hvenær niðurstöðu er að vænta í málinu.

Afgreitt:
Misnotkun á markaðsráðandi stöðu - Tilboð Landssímans til starfsmanna Íslandsbanka og samtvinnun þjónustuþátta
Innsent: 23. apríl 2004
Máli lokið með sátt milli Samkeppniseftirlitsins og Skipta 26. mars 2013. Síminn og Skipti fallast á að greiða 300 milljóna kr. stjórnvaldssekt en viðurkenna ekki meint brot.
Aldur máls: 3259 dagar.
Krafa um bráðabirgðaúrskurð: Ekki afgreidd.
Staða máls 18. mars 2010: Unnið er skv. tímaáætlun og [vonast SE] til að hún nái fram að ganga. (skv. tíma áætlun á meðferð að vera lokið 14. maí 2010, sex mánuðum eftir fund um málsmeðferðina í des. 2009.)
Staða máls 24. mars 2009: Verið er að vinna að ákvörðun í málinu og er ekki hægt að segja til um það nákvæmlega á þessu stigi hvenær hún mun liggja fyrir. Samkeppniseftirlitið mun leggja áherslu á að hraða afgreiðslu málsins eins og kostur er.
Staða máls 23. janúar 2007: Það er verið að vinna í erindum Inter og verða þau afgreidd þegar þau eru tilbúin. Er vonast til þess að afgreiðsla eigi sér stað innan skamms.
Staða máls 31. júlí 2006: Sökum mikils málafjölda í meðferð hjá Samkeppniseftirlitinu hafa orðið tafir á afgreiðslu á þessum erindum. Vonast er til að erindið verði tekið til afgreiðslu innan fjögurra mánaða.
Staða máls 19. desember 2006: Sökum mikils málafjölda hjá eftirlitinu hefur ekki tekist að afgreiða erindið. Þess er að vænta að máli vegna tilboða Símans til starfsmanna Íslandsbanka ljúki bráðlega, vonandi í byrjun næsta árs.
Staða máls 31. maí 2005: Málsmeðferð er lokið - Vonast er til að ljúka málinu á næstu 2 mánuðum.
Máli lokið:
Misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samtvinnun Internetsþjónustu og sjónvarpsþjónustu hjá Og fjarskiptum hf.
Innsent: 1.september 2005
Aldur máls: 47 dagar.
Staða máls: 18. okt. 2005: Samkeppniseftirlit mun ekki aðhafast, þar sem nú þegar er til meðferðar kvörtun frá IP-fjarskiptum um sama efni.

Máli lokið:
Misnotkun á markaðsráðandi stöðu: Tilboð Landssímans um 'ADSL-pakka - Þráðlaust Internet' og það hvernig Landssíminn kynnir ADSL-þjónustu Símans Internet saman með ADSL-línum í grunnnetinu.
Innsent: 8. janúar 2004
Aldur máls: 623 dagar.
Staða máls 31. maí 2005: Málsmeðferð er lokið - Vonast er til að ljúka málinu á næstu 2 mánuðum.
Staða máls 20. júní 2005: Málið verður tekið fyrir svo fljótt sem auðið er.
Úrskurður: 22. september 2005. Sjá vef Samkeppniseftirlits.
Krafa um bráðabirgðaúrskurð (lögð fram 22. des. 2004): Hafnað 12. jan. 2005.

HEIMASÍÐA INTER
Þessi vefur er enn í smíðum. Fyrirspurnir á webmaster@isp.is